Thursday, December 15, 2005

Samkvæmisleikir

jæja, skemmtið ykkur vel. Ég veit ég mun ekki gera það.

Comentaðu nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ég segi þér eitthvað sem bara þú og ég skiljum

8. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt

47 Kómhendur:

Blogger Benedikt Karl Gröndal hripaði...

Úúú, do me do me!!!!

10:32 AM  
Blogger Erlingur Grétar hripaði...

mig líka!

11:20 AM  
Blogger Ugla hripaði...

Ég.

12:19 PM  
Blogger OlgaMC hripaði...

djöfull er ég fegin að einhver annar en ég tók af skarið að pósta þessu inn á bloggið sitt...þú ert 13 ára gelgja hópsins árni, án efa.

en, þú veist...gerðu mig...

1:09 PM  
Blogger OlgaMC hripaði...

eða taktu mig

1:10 PM  
Blogger Inga Ausa hripaði...

migmigmig

3:01 PM  
Blogger Bárður hripaði...

Ég er eigilega svolítið forvitinn.

4:30 PM  
Blogger Árni hripaði...

Mér líður eins og Alan Rickman í kanínubúningu... en ók here we go (og benni byrjaði Olga þannig að ég er að minnsta kosti feimna stjórnsama vinkona 13 ára gelgjunnar):

BENNI:
1. Þú stekkur inn í allt svo hratt, ég dáist að því.

2. Stamö em bí köme! (Stand up...)

3. franska súkkulaðitertan lengi lifi!

4. virkilega ljósu: bílastæðið fyrir utan laugarásvídjó, þú varst að tala um að þú værir næturvörður og ætlaðir að lesa allar leiklistarbækur í heiminum.

5. Pandabjörn á amfetamíni

6. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki í kringum fólk?

7. BELLO!!!

5:22 PM  
Blogger Árni hripaði...

Elli:

1. Great minds think alike.. only you do it a little more.

2. ALLT MEÐ ORBITAL!!! (+upphafslag dauðans með NIN)

3. Íscafé ís

4. Geispið ódauðlega á matgarði MH(busaárinu mínu, þegar þú varst drekinn)

5. Þú ert dýr

6. Ertu eins góður í bólinu eins og Ásta segir?

7. Fórna sér!

8. just do it.

5:26 PM  
Blogger Árni hripaði...

UGLA (sem á ekki eftir að verða sátt með þetta hvorteðer) + (og er núna örugglega strax byrjuð að gera 'Hvað meinarðu?' hreyfingar)

1. Þú rokkaðir í inntökuprófinu fyrir narfa.

2. Amelie-lög

3. Kók...úr hári.

4. Þú varst með skrítinn hatt, á fyrsta ári og ég þekkti þig ekki en rosalega sagðirðu hresst HÆ við mig.

5. Refapa

6. Hvernig daðrarðu við strák sem þú ert skotin í?

7. Þú prumpar mikið á trúnó

8. Ef þú lest þetta...

5:31 PM  
Blogger Árni hripaði...

Olga MC!

1. Hláturinn þinn lengi lifi!

2. Franz Ferdinand lagið sem ég er með á heilanum núna. Það er kúl.

3. Þú ert ekki bragð

4. Íris að tala mikið um þig áður en ég hafði hitt þig.

5. Skilnaðarbarn kóalabjarnar og makkaroni-mörgæsar

6. Eftir hverju ertu að bíða?

7. "Ég get ekki farið með hana heim svona" Virkilega gott móment milli okkar.

5:40 PM  
Blogger Árni hripaði...

Inga (þetta tekur alls ekki langan tíma)

1. Þú þekkir mikið af fólki í gegnum skrítnar leiðir.

2. I will survive á kassagítar... sorry.

3. Mexíkóskur í póstnúmeri langt í burtu

4. Þú reyndir eins og þú gast að láta í þér heyra þegar við vorum með busakynningu á busaönninni þinni. Ég varð smá hræddur þar og þá...

5. Sólblóm

6. Hvers vegna skáti?

7. Tómur: Það er leikur að læra...

5:47 PM  
Blogger Árni hripaði...

Bárður... já núna kommentarðu!

1. Meistari hins litla hlutverks

2. Girl from Ipanema ef þú værir alltaf barþjónninn

3. Valsbragð

4. Ég gerði heiðarlega tilraun til að kenna þér að gefa beint á fyrstu vals-æfingunni þinni... verst ég sökkaði sjálfur.

5. Letidýr

6. Hvað segirðu annars í fréttum?

7. Hugrekki þitt hefur aldrei sannast jafn ljóslifandi fyrir mér og í ákveðnu spili á ákveðnu móti á ákveðnu Akranesi... með Val.

5:51 PM  
Blogger Ragnheidur hripaði...

Má ég?

6:35 PM  
Blogger Árni hripaði...

Að sjálfsögðu Ragnheiður:

1. Þú getur plöggað það

2. Don't stop movin'

3. Kaffibragð

4. Auðvitað voru minningar á undan, en þú að föndra í Iðnó seint um nótt er fyrsta þar sem ég byrjaði að taka almennilega eftir þér.

5. Kríu (stendur á þínu og ert mikið fyrir splatter)

6. Hvað keyrir þig áfram?

7. Plögg og pæling, Rúdolf og jólasveinninn, Ígor og splatter. Þetta var magnað ár.

5:16 AM  
Blogger Snorri Hergill hripaði...

Boppi! :D

Djöss. Mér finnst eiginlega of korní að heimta svona frá þér :D

5:18 AM  
Blogger Árni hripaði...

Síðan fékk ég sent sms um að ég þyrfti að tjá mig um Guðrúnu Ágústu. Ég veit ekki hvort Benni hafi hugmynd um útí hvað hann kom mér. GUÐRÚN ÁGÚSTA:

1. Þú ert best!

2. Don't leave me high - Radiohead (og loforðið um að taka einhverntímann helgi í að hlusta á tónlist hvors annars)

3. Ís

4. Munkarnir á Möðruvöllum

5. Gaupa

6. Hvernig nærðu að vera útópísk fullkomin kærasta allra kærasta en samt á lausu?

7. Svartakaffið eftir Maus-viðtalið, aldrei hef ég upplifað annað eins móment.

8. Þarftu þá núna að setja þetta á símann þinn?

5:22 AM  
Blogger Katrin hripaði...

pant ég.

5:59 AM  
Blogger Árni hripaði...

Katrín

1. Mest heillandi rugludallur sem ég þekki.(líklegast sem þú þekkir líka)

2. Wake me up before you go-go (veit ekki afhverju)

3. Crêpes frá Kringlunni þegar þú vannst þar

4. Þegar þú varst að vandræðast sem ritarinn í örlagasystrum, mér fannst eins og ég hefði ekki séð þig fyrr en þú varst allt í einu komin baksviðs

5. Tuskudýr

6. Ertu að leika?

7. Blúndenberg er það næsta sem ég hef komist að höstla þig.

8. settu þetta á bloggið þitt, annars...

6:20 AM  
Blogger Erlingur Grétar hripaði...

Nýjustu fréttir. ég er búinn að flytja mig um set á netinu, Árni minn. nú er ég á drweir.blogspot.com
læfdjörnal var eitthvað svo... leiðinlegt. allavega

6:57 AM  
Blogger Ugla hripaði...

En gaman að fá svörin:)
1. Rokkaði ég? (fokkaðu þér). Ég veit ekki betur en ég hafi einmitt ekki fengið að vera með.
2. Skil ekki.
3. Ókei, ég gengst við því. Hef samt tilfinnanlega dregið úr kókhellingum.
4. En hugljúft.
5. Hei jó!
6. Ég reyni eiginlega ekki við stráka sem ég er skotin í. Það væri frekar hægt að segja að ég böggaði þá. Það hefur aldrei gengið upp svo ég hef ákveðið að taka þetta til endurskoðunar.
7. Árni minn ég held þú hafir misskilið þennan lið. Hann hét ekki "eitthvað sem bara ég skil og er dónalegt".
8. Mæ ess.

7:39 AM  
Blogger Benedikt Karl Gröndal hripaði...

Ekki segja mér að þú hafir verið að meina það sem þú sagðir um skólann þegar þú kommentaðir í seinna skiptið?

7:45 AM  
Blogger Bárður hripaði...

Allir mínir takmörkuðu hæfileikar í knattarsparki á ég þér að þakka. Atvikið á Akranesi á ég ekki eftir að gleyma. Segjum að það hafi verið indverskur keimur að því. Minn fyrsti performance.

8:05 AM  
Blogger OlgaMC hripaði...

þetta var mjög gott. góð spurning. eitthvað sem ég ætti að spyrja mig að oftar.

afhverju er ég ekki bragð?

...og gott dýr, þó ég sjái það ekki fyrir í hausnum á mér...en já.

9:57 AM  
Blogger Árni hripaði...

hehehe nei benni minn ég er ekki fallinn... vona ég. Engu að síður, ef ég myndi falla væri það ekki vegna þessa samkvæmisleiks, né vegna þín. Þú ert bestur!

p.s. 3 systur voru geðveikar í kvöld, kannski ættirðu að skella þér á sunnudaginn :)

3:59 PM  
Blogger Atli Sig hripaði...

Gerðu mig, maður.

9:29 PM  
Blogger Árni hripaði...

Atli Sig.:

1. Gúrkur og læknasonur.

2. Frank Zappa - Bobby Brown og Dancing queen með Abba

3.Gúrkubragð af brakandi ferskri...

4.Engar ljósar fyrstu minningar, bara móða af MH-i

5.Hund

6.Afhverju sítt hár og hversvegna fór það?

7.Það er aldrei hægt að gera of mikið af klippimyndum á gólfi um miðja nótt.

4:49 AM  
Blogger Ásta hripaði...

Hei, viltu gera mig?

7:34 AM  
Blogger Haraldur hripaði...

Sko, ég lofa engu um að troða einhverju svona inn á mitt blogg, blogga líka sjaldan á þessum tímum. Æ, veit ekki...
Ég er samt alveg sjúklega forvitinn í allt svona, og einhverja hluta vegna, einkum og sér í lagi frá þér...veit ekki alveg af hverju.
So, do me? Please?
(Dýrið hennar Olgu er náttúrulega sjúklega fyndið.)

1:43 PM  
Blogger Groa hripaði...

ummmm ég hérna, sko...uhmm ég *roðn niður í tær* væri rosa til í að heyra um mig. mig mig mig!!! alltaf svo gott að heyra um sig sjálfan.... humm já einmitt, vona að þú mannst eftir mér þetta er sko gróa hehe jamm einmitt bara hæ *vinkvink*

5:44 PM  
Blogger Dóra Björt hripaði...

Mig, endilega.

4:06 PM  
Blogger Saga hripaði...

me me me

5:40 PM  
Blogger Árni hripaði...

Ef ég fengi hlutabréf í KB fyrir hvert skipti... jæja, ÁSTA:

1. Með semingi ertu það.

2. Dandy Warhols lagið sem var í bílnum þegar við fórum öll saman í sund einhverntímann.

3. appelsína

4. á gamla borðinu í MH einhverntímann.

5. Þú minnir mig á plastbrúðu af íkorna

6. Veistu hvað þú værir kúl ef þú værir svört?

7. Hvað vorum við að gera heima hjá Jakobi?

8. settu það þá þangað

7:07 PM  
Blogger Árni hripaði...

Halli, allt fyrir þig:

1. þú ert eins og heimspekikenning, maður getur lesið um þig í alfræðiorðabók og skilið það, eða lesið þúsund milljón blaðsíður og samt ekki beinlínis náð að skýra frá þér.

2. Öll þessi lög! (og byrjunarlagið úr Múrsteini, ég man það ennþá í hausnum)

3. Ristað brauð og að sjálfsögðu pizzan sem heitir í mínum heila Halli (með skinku og ananas)

4. Busagöngunni í MH, ég var stoltur af að segja "þú heitir ekki Jónas" og þú svaraðir þakklátur "takk"

5. Sléttuhund of course... en líka svolítið á Gíraffa, ef þeir væru innanhúsdýr í Bretlandi.

6. Hversu oft segirðu það án þess að segja það upphátt?

7. Fokking Gleðibankinn!

7:15 PM  
Blogger Árni hripaði...

Gróa(hvaðan komst þú):

1. Þú ert ljóðskáld. Bara stundum heldurðu ekki.

2. Asian Dub Foundation lagið (Nananana) og Namesong sem var að gera mig brjálaðann um tímabil

3. Verður það ekki að vera grjónagrautur?

4. Kebab-húsið, you know the story

5. Golden retreiver andsetinn af pikachu

6. Hvað er að frétta?

7. Trúnó inná baði virkar EKKI

8. ertu með blogg?

7:21 PM  
Blogger Árni hripaði...

Dóra Björt:

1. Þú ert róleg í augunum en æst í hjartanu.

2. Lag 3 á ()

3. Ég fæ aldrei að kyssa þig(öfugt við suma/r) þannig að ég neita að svara í bili.

4. Byrjaði að sjá þig á leiklistarnámskeiði í spuna eða einhverntímann þegar ég heimsótti LFMH uppí skóla... síðan í partýum... síðan úti á götu...

5. birnu

6. ættum við að kynnast?

7. Ég veit ekki hvað á að nefna, en ég efast ekki um að við skiljum það bæði.

8. blúbbspot

7:26 PM  
Blogger Árni hripaði...

Og nú í alvöruna

Saga:

1. Þú ert flókin og sæt og valkyrja með meiru.

2. I like Chinese með Monty python og A.D.I.D.A.S. með Korn

3. Piparkökurnar sem Gústi bjó til uppúr laginu "Þegar piparkökur bakast..."

4. Leikfélag... Rótlaus... Dugleg... já bíddu, jú það varst þú. Góð á námskeiðinu líka, man eftir því.

5. thug-kanína

6. Er það Svíþjóð forever?

7. Ég er svo stoltur af barninu okkar.

7:32 PM  
Blogger OlgaMC hripaði...

er pitsan sem heitir halli i thinum haus ekki pepperoni og ananas?

bara hafa hlutina a hreinu herna...

7:12 AM  
Blogger Árni hripaði...

jú úps... aðeins of nývaknaður þegar ég skrifaði þetta. Takk fyrir Olga. Gott þú eyðir Flórida ferðinni í mikilvægari hluti en sólbað og eitthvað.

8:49 AM  
Blogger Saga hripaði...

Nei ekki alveg, bara í smá tima :D

8:57 AM  
Blogger OlgaMC hripaði...

takk arni, lif mitt hefur odlast tilgang a ny

7:33 AM  
Blogger Nói hripaði...

Búinn að kaupa jólagjöfina þína og hún er geðveik...

12:41 PM  
Blogger Mokki litli hripaði...

hey... gerðu mig.

8:26 PM  
Blogger Árni hripaði...

Magga Mokk:

1. Þú varst með flottasta talhólfið 2003

2. Allt með Dikta?

3. karamellubragð

4. Ég hringdi í þig og vissi ekki hver þú varst, þú virtist skemmtileg.

5. Inniköttur

6. Hvenær mun ég kynnast þér í alvörunni?

7. Leiktu betur var ekki svindl.

8. jæja, go on...

5:47 AM  
Blogger Mokki litli hripaði...

Bíddö nú við. Hvernig var talhólfið mitt?

10:50 AM  
Blogger Árni hripaði...

einver rosalega krúttleg rödd sem sagði því miður er slökkt á Möggu, hún utan þjónustusvæðis eða allar línur uppteknar... minnir mig. það var bara sætt.
...Karlmennska mín var að minnsta kosti utan þjónustusvæðis í þessari kómhendu.

12:02 PM  
Blogger Mokki litli hripaði...

Jaaaá hún litla systir mín... Í augnaPLIKINU næst ekki í Margréti... mobile phone and the moment and the tvæ leiter.

8:54 PM  

Post a Comment

<< Home