Undarleg tilfinning
Framhaldsbíómyndir um ofurhetjur byrja oft á ákveðinni krísu. Lífið er komið í sinn vanagang, allt ætti að vera eðlilegt. Samt hefur eitthvað breyst. Ísland eftir Póllandsævintýrið er þannig fyrir mér. Það var undarlegt að upplifa alvöru rósemd. Að vakna við hanagal og sofna við geltandi hunda. Pólsk sveit með þremur kristskrossum og mynd af páfanum í herberginu mínu.
Þetta voru bara tíu dagar en þetta var líka heilt sumar. Ég held að ég ætti ekki erfitt með að búa á mannfáu og afskekktu svæði. Allavega ekki ef félagsskapurinn er tiltölulega heilbrigður á geði og heiðarlegur hvor við annan. Venjulega var hugarfar mitt alltaf að maður myndi alltaf missa úr við að láta sig hverfa. En þetta eru allt sömu hjólin, þau snúast bara mishratt.
Mín var saknað og við mér tók hlýja og blíða þegar ég kom til Íslands aftur. Mér þótti vænt um það. Mér þótti vænt um að sveiflast aftur inn í þessa ótrúlegu sumarrútínu mína..
Samt hefur eitthvað breyst. (dramatísk tónlist!)
Þetta voru bara tíu dagar en þetta var líka heilt sumar. Ég held að ég ætti ekki erfitt með að búa á mannfáu og afskekktu svæði. Allavega ekki ef félagsskapurinn er tiltölulega heilbrigður á geði og heiðarlegur hvor við annan. Venjulega var hugarfar mitt alltaf að maður myndi alltaf missa úr við að láta sig hverfa. En þetta eru allt sömu hjólin, þau snúast bara mishratt.
Mín var saknað og við mér tók hlýja og blíða þegar ég kom til Íslands aftur. Mér þótti vænt um það. Mér þótti vænt um að sveiflast aftur inn í þessa ótrúlegu sumarrútínu mína..
Samt hefur eitthvað breyst. (dramatísk tónlist!)